vegna fannst í 6 gagnasöfnum

vega Sagnorð, þátíð (eða vóg)

veginn Lýsingarorð

vegna Sagnorð, þátíð vegnaði

vega 1 vó, vógum, vegið þótt ég vegi/vægi sykurinn (sjá § 8.6.3 í Ritreglum)

vega 2 vegaði, vegað þeir veguðu heiðina

vegna 1 vegnaði, vegnað

vegna 2 vegna þess; hvers vegna?

vega sagnorð

fallstjórn: þolfall

drepa (mann) með vopni

margir hermenn voru vegnir í styrjöldinni

hann keyrði öxi í höfuð mannsins og vó hann

vega að <honum>

álasa honum, lasta hann


Fara í orðabók

vega sagnorð

fallstjórn: þolfall

vigta (e-ð) á vog

nýfædd börn eru mæld og vegin

hann lét búðarmanninn vega appelsínurnar


Sjá 4 merkingar í orðabók

vegna forsetning

um orsök eða ástæðu

flugvélin varð að millilenda vegna bilunar

útifundinum var aflýst vegna veðurs

vegna þess/þess vegna

um afstöðu til þess að e-ð sé gert

allra hluta vegna

um afstöðu til þess að e-ð sé gert

<mín> vegna

um afstöðu til þess að e-ð sé gert


Fara í orðabók

vegna sagnorð

farnast e-n veginn, ganga (vel eða illa)

fyrirtækinu vegnar vel

þjóðinni vegnaði sæmilega á þessum tíma


Fara í orðabók

veginn lýsingarorð
Fara í orðabók

Viðskeytið -na hefur sterka bendivísun og var það algengt í fornu máli, sbr.:

þá spurði Halli hvað hann segði tíðinda. Ekki enna, [< enn-na ‘enn þá’]“ sagði hann (ÍF IX, 74);
Eigi þérna [‘ekki þér þarna’] (Mork 280);
Er þatna [‘er það svo’] (f14 (Pst 459)).

Í nútímamáli má sjá –na-viðskeytið í ýmsum smáorðum, t.d.: gjarna; hana (nú); hérna, núna; svona; þarna og í gærna (m19 (JThSk II, 257)).

Orðasambandið alla vega/vegana er algengt í fornu máli og þar ber tvenns að gæta. Í fyrsta lagi er þar á ferð flt.-myndin vegar (ekki vegir) og í öðru lagi kemur viðskeytið -na fram í allnokkrum afbrigðum, t.d.:

stóðu alla vega [‘algerlega; að öllu leyti’] mót Gyðingum (Stj 456);
alla vegna [‘hvarvetna; alls staðar’] um jörðina (1. Mós 1, 2 (Stj 10));
Fjóra menn sendi hún fjögurra vegna [‘á fjóra vegu; í fjórar áttir’] í byggðina (Flat II, 105).

Á 16. öld hljóp mikill vöxtur í viðskeytið en hér verður aðeins eitt dæmi tilgreint úr Guðbrandsbiblíu:

beggja vegana hjá portinu (Esek 40, 7 (GÞ)) > beggja vegna.

Í síðari alda máli eru auðfundin fjölmörg dæmi um fornu merkinguna, t.d.:

Þess vegna sé og manni þeim alla vegana [‘með öllum hætti’] hallmælt, sem hefur í ljós leitt sögu þessa (m18 (Klím 9));
tekur oss vara fyrir djöflinum það hann sífellt veiti oss eftirgöngu alla vegana (1. Pét Form (OG)).

Í nútímamáli er loks að finna nýja merkingu ‘hvað sem öðru líður; að minnsta kosti’, t.d.:

Hann sagðist kannski verða of seinn en lofaði að koma alla vega;
Maður sem svíkur vini sína er alla vegana orðinn óalandi og óferjandi;
Jólin koma frá hjartanu, alla vega hjá börnunum;
Hann skal alla vega fá að bæta tjónið sjálfur.

Hér kann að gæta áhrifa frá ensku (anyway).

Jón G. Friðjónsson, 2.4.2015
 

Lesa grein í málfarsbanka


Upprunaleg merking f­or­setn­ingar­innar ­vegna er­ tvenns konar. Annars vegar er hún staðar­leg, vísar til stefnu (hvert) eða staðar (hvar), og hins vegar felur hún í sér tillitsmerk­ingu (‘af hálfu e-s, fyrir hönd e-s’). Uppruni hennar er óljós en tvær skýr­ingar virðast helst koma til greina.

Annars vegar­­ kann ­vegna að vera ef.flt. af ­vegur, sbr.:

­­­[sækja að e-m] tveggja vega/vegna (‘úr tveim­ur áttum’) (SturlGV II, 56);
sækja að e-m tveggja vegna (‘úr báð­um/­tveimur áttum’) (Gísl 36. k.);
tveggja vegna (Pst 401);
beggja ­vegna (‘báðum megin’) (s18 (JSt 367, 406));
var eins og þykkir flókavindlar þrýstust að mér alla vegna (s18 (JSt 43)),

sbr. enn fremur:

senda á ­njósn ­sinna ­vegna sjö menn [‘sjö menn á sínum vegum’] (Eirsp 269); lét hann þegar skera upp herör og sendi fjögurra vegna frá sér [‘í fjórar áttir’] (Hkr II, 50).

Þá gæti ­vegna verið lið­felld mynd af ef.flt. veg­anna eða af ef.flt. vegana þar sem -na væri bendi­liður, sbr.:

­hérna, ­svona, núna, tarna og alla vegana (< alla vegna (Stj 10)­).

Þessi skýring samræmist vel fyrri merkingunni (stefna/­stað­ur) [alla vega (‘á alla vegu’)], sbr. enn fremur að vegna er einnig notuð með forsetningum, t.d.:

á hægra vegna í garðinum [‘á hægri veg, hægra megin’] (Stj 205).

Hér er notkun svipuð og á milli, á móti og á bak.

Í annan stað ­kann ­vegna að eiga sér erlend­ar ræt­ur, sbr. þ. von ­wegen (tillitsmerking) þar sem ­wegen er þgf.flt. af weg.

Síðari skýringin er af ýmsum ástæðum sennilegri en sú fyrri. Í fyrsta lagi er forsetningin vegna ekki kunn í elsta máli. Í öðru lagi á tillitsmerkingin sér erlendar samsvaranir (von wegen), t.d.:

bæjarmenn höfðu sent á njósn sinna vegna sjö menn (Eirsp 269 (1300–1350)); Fer það svo beggja vegna [‘af beggja hálfu’] (Thom 339).

Í þriðja lagi samsvarar vegna afbrigðunum á vegna (e-s) og af vegna (e-s) ‘af hálfu e-s’ sem virðast hliðstæð þ. von wegen, t.d.:

svo að þar sé engi undandráttur eða svik í af annars þeirra vegna (DI II, 593 (1320–1340)).

Við brottfall forsetninganna á og af koma fram sambönd eins og beggja vegna (‘af beggja hálfu’); minna vegna (‘af minni hálfu’); vorra vegna (‘af okkar hálfu’) (Æv 212 (1350)) og sinna vegna (‘af sinni hálfu’) (Fris 562 (1300–1325)).

Í síðari alda máli er vegna svo notað sem forsetning (með ef.) í merk­ing­unni ‘sökum, sakir,’ t.d.:

hver sínu lífi týnir minna vegna [‘mín vegna’] (Lúk 9, 24 (OG));
eg hefi sent hann til yðar vegna þess að [‘til þess að’] þér vissuð (Efes 6, 22 (OG));
laganna vegna (GÞBr 340 (1566));
upp á guðs vegna (GÞBr 70 (1574)).

Í nútímamáli sækir forsetningin vegna mjög á, hún er notuð (að óþörfu) í stað fjölmargra annarra forsetninga, t.d.:

athugasemd við e-ð > ?athugasemd vegna e-s;
gráta af e-u/út af e-u > ?gráta vegna e-s;
kostnaður við e-ð > (?)kostnaður vegna e-s;
loka e-u af öryggisástæðum > ?vegna öryggisástæðna;
mæla/tala fyrir hönd e-s > ?mæla/tala vegna e-s;
skilagrein fyrir fjárveitingu > ?skilagrein vegna fjárveitingar;
skýrsla um e-ð (rannsókn/athugun) > ?skýrsla vegna e-s (rannsóknar/athugunar);
styrkur til framhaldsnáms/rannsókna >?styrkur vegna framhaldsnáms/rannsókna;
lokað sökum ófærðar > lokað vegna ófærðar;
sökum anna > vegna anna;
tillaga til laga/um breytingu > ?tillaga vegna laga/breytingar;
tillaga um fjárveitingu > ?tillaga vegna fjárveitingar;
umsókn um starf/skólavist > ?umsókn vegna starfs/skólavistar;
vinna við próf > ?vinna vegna prófa;
þegja (þunnu hljóði) yfir e-u > ?þegja vegna e-s.

Jón G. Friðjónsson, 6.2.2016

Lesa grein í málfarsbanka


Beggja vegna  – báðum megin  – beggja megin. – Orðasam­band­ið beggja vegna (e-s/við e-ð) á sér ýmsar samsvaranir í fornu máli, sbr. 96. pistil,  og sambandið báðum megin (e-s/við e-ð) [< báðum veg­um] er kunnugt í fornu máli, t.d.:

báðum megin ár (IslDipl 335 (1439));
fylldi allan farveg upp á bakkana báðum megin (m14 (Stj 354)).

Við samfall orðasambandanna tveggja varð hið þriðja til: beggja megin (e-s/við e-ð). Það kunnugt frá 16. öld, m.a. úr Guðbrandsbiblíu (1584):

þar stóðu næsta mörg tré hjá strönd­inni beggja megin (Esek 47, 7 (GÞ));
sá ég mjög mörg tré á fljóts­bökk­un­um beggja vegna (Esek 47, 7 (Við));
hjá ströndinni við sama vatnsfall beggja megin skulu vaxa allra handa frjósamleg aldintré (Esek 47, 12 (GÞ));
Með fram fljótinu á vatnsbökkunum beggja vegna ... (Esek 47, 12 (Við)).

Orðasambandið báðum megin við e-ð á sér fjölmargar hliðstæður, t.d.:

hinum/­þeim/­­öðr­um megin við e-ð.

Um notk­un þeirra skal minnst á tvennt. Í fyrsta lagi er algengt að nota eignarfall í stað fsl. við + þf., t.d.:

Báðum megin árinnar;
hérna megin lækjarins;
sunnan megin hússins o.s.frv.

Í öðru lagi er algengt að nota styttri myndina (hinu, réttu ...) í stað lengri myndarinnar (hinum, réttum ...) (oft ritað í einu orði), t.d.:

Vera réttu megin við strikið;
fara öfugu megin fram úr (rúminu);
hinumegin við girð­inguna;
halda sig sínu megin í garðinum o.s.frv.

Jón G. Friðjónsson, 20.8.2016

Lesa grein í málfarsbanka

vegna
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] due to

sakir
[Stjórnmálafræði]
samheiti vegna
[enska] in consequence of

vega
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Drepa.

1 vega kv. (nísl., krakkamál), stytting úr vegasalt h. sem er leitt af orðasamb. að vega (salt) (sérstakur leikur).


2 vega (st.)s. ‘lyfta, vigta,…’; sbr. fær. og nno. vega, sæ. väga, d. veje (fd. wæghæ, weghæ,…), fe. wegan, fhþ. og fsax. wegan, ne. weigh, nhþ. bewegen, wägen og gotn. gawigan í svipaðri merkingu. Sbr. ennfremur lat. vehō ‘flyt til, ek,…’, fi. váhati ‘flytur, ekur,…’, fsl. vezo̢, vesti ‘aka’, sbr. og gotn. wagjan (v.s.), fe. wecgan ‘setja á hreyfingu’, gr. okhéō ‘ber; ek’. Af ie. *u̯eǵh- ‘hreyfa, færa til,…’. Sjá vegast, vaga (1--2), vagga, vagn, vegur (1), vigt, vigg (1), voga, vogur (1), vægur, vægja (1--2), vætt (1--2) og vög.


3 vega, †viga (st.)s. ‘drepa, fella (í bardaga)’; sbr. fær. vega (s.m.), nno. vĭga ‘geta, ráða við’. So. hefur blandast saman við vega (1). (Af 4 kennimyndum þeirra urðu 3 samhljóða: nh. vega < *wigan (a-hljv.), þt.et. < *waih- og lh.þt. veginn < *wiganaʀ (a-hljv.)). So. vega < *wigan, sbr. fhþ. ubarwehan ‘sigra’ og gotn. weihan (st.)s. ‘berjast’, fe. wīgan (st.)s. (s.m.) (hljsk.). Sk. lat. vincō (perf. vīcī) ‘sigra’, lith. veikiù, veĩkti ‘gera,…’, viẽkas ‘kraftur, afl’ og fsl. věkŭ ‘afl, ævi’. Sjá víg, vígur, veig (1), veigur (1), veigra, vél (3), vætt- (3), vettvangur, vo (2); ath. vigrir og Vingnir.


1 vegna, ⊙vigna s. ‘farnast, reiða af’; sbr. fær. vignast ‘farnast vel, heppnast’. Sk. vegur (1) og vega (2); eiginl. ‘farnast á leiðinni’.


2 vegna fs. ‘sökum, af því (að)’; sbr. fær. vegna, nno. vegner, vegne, nsæ. vägner (msæ. väghna), d. vegne. To. úr mlþ. van ēnes wegene, sbr. mhþ. von-wegen, nhþ. (von) wegen; wegen þgf.ft. af weg ‘vegur’. (Tæpast sk. fi. váśmi ‘ég óska’ og fpers. (avest.) vasnā ‘að vilja e-s’ (F. A. Wood 1932)).