við fannst í 6 gagnasöfnum

ég mig, mér, mín ég hlakka til; mig langar heim; mér finnst gaman; mín er saknað

við 1 -in viðjar; viðjar

við 2 okkur, okkur, okkar við hlökkum til; okkur langar heim; okkur finnst gaman; okkar er saknað

við 3 sitja við (gluggann)

viður -inn viðar; viðir úr hörðum við(i); sólin er að ganga til viðar; viðar|reki

ég fornafn

(1. persóna eintala) sá eða sú sem talar eða skrifar hverju sinni

ég er búin með verkefnið mitt, en þú? - nei, ég er enn ekki búinn

ég skar mig á hnífnum

mig langar ekki til þess að lesa bókina

viltu rétta mér saltið?

mér leiðist þessi saga

ég skammast mín fyrir klaufaskapinn

margur heldur mig sig

fólk heldur (ranglega) að ég sé eða hagi mér eins og það sjálft


Fara í orðabók

við fornafn

(1. persóna fleirtala) ég og þú (eða þið)

eigum við að fara í bíó í kvöld?

drífðu þig í úlpuna, við eigum að vera mættar eftir kortér

við skulum flýta okkur heim


Sjá 2 merkingar í orðabók

við forsetning

(um staðsetningu) þétt hjá (e-u)

stóllinn stendur við borðið

ég lagði bílnum við stöðumæli


Sjá 6 merkingar í orðabók

viður no kk (tré, skógur)
viður no kk (timbur, bjálkar)

Viður: þgf.et. viði eða við. Ef.et. viðar.

Lesa grein í málfarsbanka


No. viður, við, viði, viðar; viðir, viði/(viðu), viðum, viða, kk., merkir m.a. ‘tré, timbur, rekaviður’. Orðasambandið reka við vísar trúlega til þess er rekaviður var unninn. Fleygur var rekinn í tréð [viðinn] til að kljúfa það og gat þá heyrst brakandi/marrandi hljóð líkt og er menn leysa vind, físa, freta, prumpa. Hér er því um að ræða myndmál sem virðist ekki eiga sér hliðstæðu í öðrum tungum.

Elstu tvö dæmi um orðasambandið eru frá 17. öld og er annað eignað Hallgrími Péturssyni:

hann hýdd’ á bak og hátt við rak, / höfðum við oss þá frá ‘onum (s17 (HPNLjóð 97)).

Hitt er úr kveðskap Stefáns Ólafssonar:

*hann hljóp á bak og hátt við rak, / vær höfðum oss svo frá honum (s17 (StÓ I, 411)),

sbr. einnig:

*Trúðu henni aldrei Þrúðu þegar hún rekur við (m17 (JRúgm I, 336));
Hvisp, sagði bóndinn, reið og rak við (s17 (GÓl 1659)).

Auk merkingarinnar ‘leysa vind’ getur orðasambandið einnig merkt ‘koma í stutta heimsókn, líta inn hjá e-m’, sbr.:
Viltu ekki auðsýna mér það vináttumark að reka við hjá mér eitthvert kvöld (KGBr 161 (17.12.1861)).

Fyrir margt löngu varð orðasambandið ógagnsætt og mun orðmyndin við jafnan skilin sem ao. eða fs. enda svipar henni setningafræðilega mjög til fs./ao. Þrætu um hvort við í orðasambandinu reka við sé no. eða fs./ao. má líkja við deilu um keisarans skegg en fyrir mér er orðasambandið skemmtilegra en ella ef það má rekja til þess er e-r rekur við fleygum.

Jón G. Friðjónsson, 2015
 

Lesa grein í málfarsbanka

viður kk
[Upplýsingafræði]
samheiti tré
[franska] bois,
[enska] wood,
[norskt bókmál] tre,
[hollenska] hout,
[þýska] Holz,
[danska] træ,
[sænska] trä

viður
[Raftækniorðasafn]
[þýska] Holz,
[enska] wood

eg, ég, †ek, †ik 1.p.fn.et.; sbr. fær. og nno. eg, sæ. jag, d. jeg (á frnorr. rúnar. ek, eka, -eka, -ka, -ga), fe. ic, ne. I, fhþ. ih, ihh-ā, nhþ. ich, gotn. ik. Sbr. lat. egō, gr. egó̄, (dór.) egó̄n, lith. , , fi. ahám (forn víxlan *-: *eǵh-. Sumir telja h-ið í *eǵh- (fi. ahám) komið frá laryngal í viðsk.). Fnorr. ek < germ. *ekan, sbr. fsæ. jak, en varð (e)k(a) í áherslulítilli bakstöðu.


1 við kv. ‘tágaband, viðja, fjötur’; sbr. nno. vid (ve, veedd) kv. ‘viðja,…’; < *wiðjō. Sjá viðja (1), víðir (1) og viðrar. Ath. viðja (2).


2 við, †vit 1.pfn.tvt.; sbr. fær. vit, fno. mit, nno. me tvo, sæ. máll. vid, fsæ. vit, fe., fsax. og gotn. wit, sbr. lith. vedù (s.m.), e.t.v. < *u̯e-du̯ō, *u̯e- sk. vér pfn.1.p.ft., og *-du̯ō to. tveir; við, vit eiginl. ‘við tveir (tvö, tvær)’. Sjá vér. (Upphafs-m-ið í fno. og nno. orðunum frá endingu undanfarandi sagna).


3 við, †við(u)r fs. ‘með, hjá, gegn,…’; sbr. fær. við, viður-, nno. ved, sæ. vid og veder-, nd. ved, fd. withær, with, fe. wið, ne. with, fsax. withar, with, fhþ. widar, nhþ. wider (og wieder ‘aftur’), gotn. wiþra ‘gegn’; við er yngri mynd af við(u)r og upphafl. merk. germ. orðsins ‘gegn, á móti’; sbr. rússn. vtoroj, fsl. vŭtorŭ ‘annar’, fi. vitará̄m ‘lengra, áfram’ og vitará- ‘áframhaldandi’; < *u̯ĭ-tero-, mst.-myndun af ie. *u̯i- ‘fráskilinn, fráklofinn’, sbr. fi. vi- ‘skiljast sundur’. Sjá viður (1 og 2) og víður.


1 viður k. ‘tré, hrís, kjarr; skógur; timbur’; sbr. fær. viður, nno. vid, nsæ. og nd. ved (fsæ. viþer, fd. with), fe. widu, wudu, ne. wood, fhþ. witu (s.m.), þ. máll. wit, wid ‘viðarskíð’; < germ. *wiðu-, ie. *u̯idhu- sk. fír. fid ‘tré, skógur’. Upphafl. merk. orðsins er e.t.v. ‘landamæraskógur’ eða þá ‘tré til að höggva eða kljúfa’, sbr. holt (1). Orðið er líkl. rótskylt lat. dīvidō ‘skipti í sundur,…’, fi. vidhávā, ne. widow, gotn. widuwo, lat. vidua ‘ekkja’. Af viður er leidd so. viða (6) og -viði (s.þ.).


2 við(u)r fs. ‘gegn; með, ásamt,…’; sbr. gotn. wiþra, fsax. withar-, fhþ. widar, mhþ. og nhþ. wider. Upphaflegri mynd af við (3) (s.þ.).