villt fannst í 7 gagnasöfnum

villa Sagnorð, þátíð villti

villtur Lýsingarorð

villur Lýsingarorð

villa 1 -n villu; villur, ef. ft. villna vaða í villu og svíma; villu|leit

villa 2 -n villu; villur, ef. ft. villna villu|hverfi

villa 3 villti, villt villa mönnum sýn; villa á sér heimildir

villtur villt; villt STIGB -ari, -astur

villur vill; villt fara villur vegar STIGB -ari, -astur

villtur lýsingarorð

sem lifir í náttúrunni


Sjá 3 merkingar í orðabók

villur lýsingarorð
gamalt

villtur

fara villur vegar


Fara í orðabók

villa no kvk (það að villast, vera villtur)
villa no kvk (skekkja, e-að sem ekki er rétt/ekki stenst)
villa no kvk (villigötur, trúarvilla)
villa no kvk (hús)
<bjartsýnin, trúgirnin> villir <honum, henni> sýn

villtur lo (sem hefur villst)
villtur lo (á frumstæðu stigi)
villtur lo (sem vex og dafnar án tilverknaðar manna)
villtur lo (óstýrilátur, hömlulaus)

villur lo (sem hefur villst)
villur lo (sem vex og dafnar án tilverknaðar manna)

Orðatiltækið að fara villur vegar merkir: skjátlast, vera á villigötum.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðatiltækið snúa frá villu síns vegar er tiltölulega gamalt í málinu. Yngri orðasambönd af sama meiði eru átta sig á villu síns vegar og sjá villu síns vegar.

Lesa grein í málfarsbanka


Lýsingarorðið villur (vill, villt) hefur sömu merkinu og lýsingarorðið villtur. Hann fer villur vegar. Þeir fara villir vegar. Hún fer vill vegar. Ekki: „þeir fara villur vegar“, „hún fer villur vegar“ enda er það ekki nafnorðið villa sem hér um ræðir.

Lesa grein í málfarsbanka

villa
[Raftækniorðasafn]
samheiti misræmi
[þýska] Fehlaussage,
[enska] error

villa kv
[Tölvuorðasafnið]
[skilgreining] Skyssa eða slys sem veldur því að forrit eða kerfi skilar ekki útkomu sem búist var við.
[dæmi] (1) Vistþýðingarvilla. (2) Inningarvilla. (3) Rökvilla. (4) Málskipanarvilla.
[enska] error

1 villa kv. ‘skekkja; röng hugmynd; það að villast; †geggjun,…’; sbr. fær. villa, nno. ville kv., sæ. villa, mlþ. wilde í svipaðri merk.; villa < *welþiōn. Sjá villa (3), villi-, villtur og villur.


2 villa (frb. vil-la) kv. (nísl.) ‘(glæsilegt) einbýlishús’. To., líkl. úr d. villa < ít. villa ‘sveitasetur’ < lat. vīlla (s.m.), sennil. leitt af lat. vīcus ‘þorp, bústaður’, sbr. (2).


3 villa s. ‘blekkja, leiða í villu, falsa’; villast ‘fara af réttri leið’. Sbr. fær., nno., sæ. villa, d. vilde, mhþ. wilden; < *wilþian < *welþian; eiginl. nafnleidd so. af lo. villur (s.þ.); sbr. og villa (1), villi-, villingur og villtur sem er raunar lh.þt. af so. villa.


villur l. ‘sem hefur villst af leið,…’; sbr. fær. villur, nno. vill, sæ. vild, vill, d. vild (fsæ. vildær, fd. willær, wild(ær)), fe. wilde, fsax. og fhþ. wildi, ne. wild, nhþ. wild, gotn. wilþeis; < *wilþia- < *welþia-, ie. *u̯eltii̯o-, sk. kymbr. gwyllt ‘villtur, trylltur, ótaminn; í auðn’. Uppruni annars óviss og umdeildur. Orðið hefur verið tengt við völlur og þ. wald ‘skógur’. (Og sumir hafa talið þessi orð í ætt við gr. lásios ‘vaxinn þéttri ull’ (< ie. *u̯l̥t-ii̯o-), af *u̯el-, *u̯elǝ- ‘hár, ull’). Upphafl. merk. orðsins villur væri þá ‘skógi vaxinn, fjarri byggð, villtur, óræktaður’. Vafasamt. Sjá völlur.