yfir fannst í 5 gagnasöfnum

yfir vaða yfir (ána); sitja yfir (nemendum); fara yfir um

yfir forsetning/atviksorð

um hreyfingu ofan á e-ð

hún stráði salti yfir matinn

hann breiddi teppið yfir rúmið


Sjá 8 merkingar í orðabók

Betur fer á að segja Skuldir stofnunarinnar eru komnar yfir hundrað milljónir króna en „Skuldir stofnunarinnar eru yfir hundrað milljónum króna“.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið yfir skiptist þannig milli lína: yf-ir.

Lesa grein í málfarsbanka


Í elstu þýðingum íslenskum (frá 12. og 13. öld) má sjá að þýðendur leggja megináherslu á móðurmálið, það mál sem þýtt er á, og kappkosta að þýðingin sé í fullu samræmi við eðlilega málbeitingu. Á ensku er slík þýðing kölluð idiomatic en Ólafur Pálmason bjó til nýyrðið málrétt (eða málholl) þýðing um það. Með siðskiptunum breyttist afstaða manna til þýðinga að því leyti að rétt þótti að þýða guðs orð sem nákvæmast og þá var frumtextanum fylgt allnákvæmlega, stundum á kostnað þess máls sem þýtt var á. Afleiðingin varð sú að þýðingar siðskiptamanna urðu fremur orðréttar en málréttar. Þetta á t.d. við um Guðbrandsbiblíu (Gamla testamentið).

Í Lúthersbiblíu er að finna fjölmargar spássíugreinar og eru þær jafnan þýddar í Guðbrandsbiblíu. Eina af mörgum slíkum spássíugreinum er að finna í Síraksbók (stafsetningu breytt sem minnst):

Freund in der not                                                      
gehen xxv auff ein lot.
Sols aber ein harter stand sein
So gehet jr 50 auff ein quintlein (Sír 6, 8 (Luth))

Samsvarandi spássíugrein Guðbrandsbiblíu er þýdd svo:

Vinir í mótgangs stund
ganga lx [svo] í eitt pund,
en ef líf þitt liggur á
í lóðið legg þú hundrað þá (Sír 6, 8 (GÞ)).

Gissur Einarsson þýddi sannanlega Síraksbók (BiblArn XV). Þýðing hans er ekki nákvæmlega hin sama og í Guðbrandsbiblíu en það er ekki til umræðu hér. Ofangreind spássíugrein er einnig í þýðingu Gissurar:

vinir // Í neyðinni eru þeir v og xx í einu lóði
en skuli það hörð hjástaða vera svo eru fimmtigi í einu kuintine // (GE).

Þýðingin í Guðbrandsbiblíu virðist miklu betri en þýðing Gissurar. Ætli Ólafur Pálmason myndi ekki kalla þýðinguna í GÞ málrétta en þýðingu Gissurar orðrétta.  Þýðingin í GÞ er ekki alveg nákvæm en hana prýða stuðlar, höfuðstafur og endarím. Einhvern veginn finnst mér hún bera vott um hina fornu málstefnu sem Íslendingar höfðu á þessum tíma fyrir löngu komið sér saman um.

***

Í íslensku er jafnan komist svo að orði að þýtt sé úr (af) einu máli á annað. Þetta er í fullu samræmi við það að við gerum greinarmun á orðasamböndunum á íslensku og í íslensku. Hið fyrra vísar til málbeitingar (tala/skrifa á íslensku) en hið síðara til málkerfisins (í íslensku eru þrjú kyn/fjögur föll).

Í nútímamáli nægir sumum ekki að þýða á íslensku, nei yfir á íslensku skal það vera. Ég hef að vísu rekist á slík dæmi frá miðri 20. öld en eftir 2000 virðist mér þessi málnotkun tröllríða öllu og venst hún mér miður vel. Enn verra þykir mér þó að lesa um þýðingar á hugtökum samfélagsmiðla úr ensku yfir í spænsku og portúgölsku. Allra verst finnst mér þó að þetta var margendurtekið á vef H.Í.  Ég er nefnilega svo forstokkaður (eða forpokaður) að mér finnst H.Í. eigi að vera fyrirmynd hvar sem hann lætur til sín taka.

Jón G. Friðjonsson, 22.4.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Orðasambandið eiga ekki (eitt einasta) orð (yfir e-ð) merkir í beinni merkingu ‘geta ekki komið orði á e-ð’ en í óbeinni merkingu ‘vera mjög undrandi, vera orðlaus’. Ýmis traust dæmi eru til þess fallin að renna stoðum undir notkun fs.-liðarins yfir e-ð, t.d.:

himbriminn átti ekki orð yfir dýrðina úti á Vatni (BjThBj95, 50);
Yfir úrlausn stjórnarinnar á eg engi orð (JGuðmBr 65 (1858)), sbr. einnig:

*Þú last – þetta mál með unað og yl / yngdan af stofnunum hörðu. / – Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt, sem er hugsað á jörðu (EBenLj III, 12 (1864-1940)); Móðir mín (Vogar (1921)).

Í nútímamáli ber nokkuð á nýju afbrigði í svipaðri merkingu: eiga ekki orð yfir e-u ‘vera orðlaus gagnvart e-u’, t.d.:

Þeim var boðið til Þórsmerkur ... og áttu þau ekki orð yfir landslaginu (St2 10.10.16);
þótt hún ætti að vísu ekki orð yfir fréttunum (KrMBald04, 311);
Fjölmiðlar á Englandi eiga ekki orð yfir markinu sem Gylfi skoraði (Sjónv 9.11.2014).

Dæmi af þessum toga eru mér framandi en þau eru það mörg að einhver skýring hlýtur að vera á þessu fyrirbrigði; hún liggur þeim sem þetta ritar ekki í augum uppi. Orðasambandið eiga ekki yfir e-u ‘geta ekki yfirboðið e-ð’ mun vera úr spilamáli kann að toga hér í en naumast blasir sú skýring við. – Jón Axel telur ugglaust réttilega að afbrigðið eiga ekki orð yfir e-u hafi að öllum líkindum orðið til vegna áhrifa frá orðasambandinu vera orðlaus yfir e-u, sbr. einnig vera hvumsa (klumsa) yfir e-u, vera lens yfir e-u og vera gapandi yfir e-u.

***

Ýmis orðasambönd vísa til þess er menn eru utan við sig, t.d.:

vera úti að aka; vera úti á túni/þekju; vera ekki með sjálfum sér og vera annars hugar.

Orðasambandið verða annars hugar merkti í fornu máli ‘skipta um skoðun’, sbr.:
þá varð honum annars hugar viður (Barl 39 (1275)), sbr. einnig orðasambandið
e-ð ljær e-m annars hugar:

nema eg verða svo grimmlega yfir kominn að mér lé það annars hugar en nú er (ÓTOdd 17 (1250-1275)) og (Bandamanna sögu):
en þótt þér ljái nú annars hugar og viljir þú nú féð hafa þá muntu nú eigi finna (f14 (ÍF VII, 352)).

***

Ónefndur skákmeistari, sem er reyndar látinn, var afar tapsár, einkum þótti honum illbærilegt ef minni spámenn ‘grísuðu’ á hann. Sá sem þetta ritar tefldi við hann um liðlega fjörutíu ára skeið og ‘grísaði’ alloft en þá sagði meistarinn jafnan:

Þeir eru góðir í töpuðu töflunum, þessir strákar eða
Blindar hænur finna líka stundum korn.

Bragi Halldórsson þekkir þetta einnig því að hann rifjaði upp fyrir mér síðara sannmælið sem hann taldi að væri þýskt að uppruna en það vissi eg reyndar ekki.

Ekki hefur mér tekist að finna neinar ritaðar heimildir íslenskar fyrir þessu sannmæli (Blindar hænur finna líka stundum korn) en það er auðvitað ekkert verra fyrir því. Í þýsku uppsláttarriti Deutsches Sprichwörter-Lexikon I-V (Leipzig 1867) fann ég tvö dæmi um svipað orðafar:

A blindi Henn’ findt ja oft a Woazkearndl [‘hveitikorn’] (DSL II, 509);
Blinne Henne finn’t uck woll [‘auch wohl’] mal ‘n Arfke [‘baun’] (DSL II, 509).

Ekki veit ég hvernig þetta hefur borist hingað en ljóst er að Bragi hefur rétt fyrir sér um upprunann.

Jón G. Friðjónsson, 29.4.2017

Lesa grein í málfarsbanka

yfirskrift kv
[Upplýsingafræði] (bókagerð)
samheiti yfir
[skýring] Það sem er efst á síðu.
[sænska] översnitt,
[norskt bókmál] hode,
[hollenska] rubriek,
[þýska] Kopf,
[danska] oversnit,
[franska] rubrique,
[enska] head

1 yfir fs. (ao.) ‘fyrir ofan, upp fyrir, um,…’; sbr. fær. yvir, nno. yver, nsæ. över, d. over (gd. øver), sbr. og fe. ofer, fsax. obar, ubar, fhþ. ubar, ubiri, ne. over, nhþ. über, gotn. ubar. Sbr. ennfremur lat. super, gr. (h)ypér, fi. upári; yfir < *uferi. Sk. of (3), ofur (2), eyfa (1), úfur (1 og 4). Sjá ofra (2), yfrinn, ýrinn (1) og ærinn.


2 yfir h. (ób.) ‘sérstakur boltaleikur, þakbolti’ (nísl.). Orðið er leitt af yfir (1).